AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 07/2024
Effective from  17 MAY 2024
Published on 17 MAY 2024
 

 
Starfræksla loftfara flugrekstraraðila í öskumenguðu loftrými /
Volcanic ash - Commercial Air Transport

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa

1 Gildissvið

Gildir fyrir handhafa flugrekendaskírteina (AOC) sem gefin eru út á grundvelli reglugerðar ESB nr. 965/2012 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir er varða flugrekstur.
 
Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að veita flugrekstraraðilum, eigendum og viðhaldsfyrirtækjum leiðbeiningar um starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými þar sem starfrækslu loftfara gæti verið ógnað.

2 Meginatriði

  • Forðast skal flug í loftrými þar sem öskumengun er sýnileg.
  • Haftasvæði verður mögulega skilgreint umhverfis eldstöð. Umfang slíks svæðis ræðst af aðstæðum hverju sinni.
  • Flugrekandi er ábyrgur fyrir öryggi starfsemi sinnar undir eftirliti viðkomandi eftirlitsstjórnvalds. Notast skal við öryggisstjórnun, eins og lýst er í ICAO Doc 9974, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 965/2012 og viðeigandi upplýsingabréfi EASA um „Flug í öskumenguðu loftrými“ (EASA SIB 2023- 13).
  • Til að geta metið hvort flogið skuli í loftrými eða til flugvallar þar sem spáð er eða vitað um öskumengun, skal flugrekstraraðili hafa til staðar ferla fyrir áhættumat um flug í öskumenguðu loftrými (e. safety risk assessment) innan síns öryggisstjórnunarkerfis.
  • Til að ákvarða hvort flogið skuli í loftrými eða til flugvallar þar sem spáð er eða vitað um öskumengun, skal flugrekstraraðili hafa fengið samþykki eftirlitsstjórnvalds á áhættumatinu.

3 Skilgreiningar öskusvæða

Eftirfarandi skilgreiningar eiga við um öskumengað loftrými:
  • Svæði með lítilli ösku:
    Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur meira en
    0,2 x 10 -3 g/m 3 en jafnt eða minna en 2 x 10 -3 g/m 3 eða minna (meira en 0,2 milligrömm á hvern rúmmetra en jafnt eða minna en tvö milligrömm á hvern rúmmetra).
  • Svæði með miðlungs ösku:
    Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur meira en 2 x 10 -3 g/m 3 en minna en 4 x 10 -3 g/m 3 (meira en tvö milligrömm á hvern rúmmetra en minna en fjögur milligrömm á hvern rúmmetra).
  • Svæði með mikilli ösku:
    Tiltekið loftrými þar sem búast má við öskumengun sem nemur jafnt eða meira en 4 x 10 -3 g/m 3 (jafnt eða meira en fjögur milligrömm á hvern rúmmetra) eða þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um öskumagn.

4 Flugumferðarþjónusta á Íslandi verður í samræmi við eftirfarandi

4.1 Starfræksla loftfara í öskumenguðu loftrými

Flugrekstraraðilar taka sjálfir ákvörðun um hvort flogið skuli í öskumenguðu loftrými í samræmi við niðurstöður úr áhættumati vegna starfrækslu í öskumenguðu loftrými (SRA).

4.2 SIGMET og NOTAM

SIGMET verður gefið út fyrir öskumengað loftrými.

 
NOTAM verður gefið út með upplýsingum varðandi eldgos og um möguleg haftasvæði umhverfis eldstöð.

4.3 Vefslóðir fyrir upplýsingar um öskumengun

Kort og aðrar upplýsingar má nálgast á eftirfarandi vefsíðum:
Á þeim tíma er þetta AIC er gefið út, þá er slóðin á nýjasta upplýsingabréf EASA um flug í öskumenguðu loftrými (EASA SIB 2023-13) eftirfarandi:
Á þeim tíma er þetta AIC er gefið út, þá er slóðin á nýjustu útgáfu ICAO Volcanic Ash Contingency Plan eftirfarandi:

5 Viðbótarupplýsingar

Frekari upplýsingar gefur Samgöngustofa:
     Sími: 4806000
     Netfang: samgongustofa@samgongustofa.is
 

 

 

 
Upplýsingabréf fellt út gildi:
AIC A 08/2020
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

 
 

ENDIR / END